EN

Unnur Eggertsdóttir

Sögumaður

 

Unnur útskrifaðist úr hinum virta American Academy of Dramatic Arts í New York vorið 2016, þar sem hún fékk verðlaun sem besta leikkona árgangsins við útskriftina. Hún hefur síðan þá unnið í New York og Los Angeles í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Áður en hún flutti utan lék hún Sollu stirðu hér á landi, og hefur skemmt með Latabæ yfir 500 sinnum í 7 löndum. 

Unnur lék sögumanninn í Maximus Musicus með Fílharmóníusveitinni í Los Angeles þegar verkið var frumflutt í Disney Hall vorið 2017. Unnur býr nú tímabundið í Las Vegas, þar sem hún leikur Jayne Mansfield í nýjum söngleik um Marilyn Monroe.