EN

Valdimar Guðmundsson

Söngvari

Valdimar Guðmundsson hefur verið einn þekktasti og dáðasti söngvari landsins undanfarinn áratug. Hann byrjaði ungur að læra á básúnu í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og síðar í tónlistarskóla FÍH. Árið 2007 hóf hann nám í Listaháskóla Íslands á tónsmíðabraut og útskrifaðist þaðan með B.A. próf þremur árum síðar. Hann gaf út sína fyrstu plötu, Undraland, með hljómsveit sinni, Valdimar, árið 2010. Síðan þá hefur Valdimar unnið með hinum og þessum í tónlistarbransanum og sungið inn á plötur, í sjónvarpi, á tónleikum og við hin ýmsu tilefni.