EN

Mozart og Bruckner

Páskatónleikar

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
21. mar. 2024 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 9.200 kr.
Hlusta
 • Efnisskrá

  Wolfgang Amadeus Mozart Píanókonsert í d­-moll K466
  Anton Bruckner Sinfónía nr. 9

 • Hljómsveitarstjóri

  Eva Ollikainen

 • Einleikari

  Javier Perianes

Tónleikakynning » 21. mar. kl. 18:00

Píanókonsert Mozarts í d-moll K466 er einn af áhrifamestu píanókonsertum tónskáldsins, djúphugul og dramatísk tónsmíð sem var í sérstöku eftirlæti hjá rómantísku kynslóðinni sem á eftir kom. Spænski píanóleikarinn Javier Perianes býr yfir „einstakri samsetningu af hógværð og algerri snilld“ (Sunday Times) og hefur hlotið frábæra dóma fyrir næma og tæknilega óaðfinnanlega túlkun sína á verkum Mozarts. 

Níunda og síðasta sinfónía Bruckner er sömuleiðis óvenjulega persónuleg og leit tónskáldið á hana sem rökréttan endapunkt ævistarfs síns. Hann tileinkaði verkið Drottni sjálfum en trúin var tónskáldinu ætíð nálæg og hafa margir lýst hinum magnþrungnu sinfóníum hans sem íburðarmiklum dómkirkjum úr tónum. Trú hans á sjálfum sér var hins vegar einkar brothætt og eyddi hann dýrmætum árum í endurskrif og leiðréttingar fyrri verka á meðan níunda sinfónían beið. Þegar hann komst loks af stað sóttist verkið hratt og örugglega, en þverrandi heilsa kom í veg fyrir að hann gæti fullklárað fjórða og síðasta þáttinn. Eftir andlát Bruckner tóku aðrir til við að fullklára verkið og gera breytingar á fyrri þáttum þess. Hér hljómar sinfónían eins og Bruckner gekk sjálfur frá henni, í þremur heildstæðum og áhrifamiklum þáttum. 

Sækja tónleikaskrá