EN

Múmínálfar í söngvaferð

Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
6. maí 2017 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.300 - 2.700 kr.
6. maí 2017 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.300 - 2.700 kr.
  • Efnisskrá

    Hannele Huovi og Soili Perkiö Múmínálfar í söngvaferð

  • Hljómsveitarstjóri

    Erkki Lasonpalo

  • Einsöngvarar

    Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir

  • Kór

    Stúlknakór Reykjavíkur, Margrét Pálmadóttir kórstjóri

Múmínálfarnir sem Tove Jansson skapaði eru mörgum afar kærir og ná vinsældir þeirra langt út fyrir heimahagana. 70 ára afmæli þessara ástsælu álfa var fagnað í Finnlandi með útkomu Múmínálfa í söngvaferð, nýrrar söngvabókar með geisladiski, sem hlaut finnsku Emma-verðlaunin 2014. Það var Fílharmóníusveitin í Helsinki sem frumflutti Múmínálfa í söngvaferð eftir Soili Perkiö & Hannele Huovi vorið 2015 í útsetningum Matta Kallio, en það var upphafið að mikilli söngvaferð Múmínálfanna um gjörvallt Finnland. Nú flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, fyrst hljómsveita utan Finnlands, þessa geysivinsælu söngva í þýðingu Þórarins Eldjárns. Með hljómsveitinni á tónleikum koma fram stórsöngvararnir Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur.

Litríkt og fallegt myndefni fylgir tónleikunum og þannig er hægt að fylgjast með sögunni bæði í myndum og tónum. Erkki Lasonpalo stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum, en hann stjórnaði einnig frumflutningi verkefnisins í Finnlandi.

Tónleikarnir eru hluti af hátíðardagskrá í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis Finnlands 2017 og styrktir af Finnsk-íslenska menningarsjóðnum.

Tónleikarnir eru um klukkustund án hlés.

Sækja tónleikaskrá