EN

Ný klassík & Sinfó

Athugið: Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Miðasala hefst síðar.
Dagsetning Staðsetning Verð
15. okt. 2020 » 20:00 Eldborg | Harpa 4.900 - 9.900 kr.
16. okt. 2020 » 20:00 Eldborg | Harpa 4.900 - 9.900 kr.
Kaupa miða
  • Fram koma

    Auður, Bríet, Cell7, Flóni, GDRN, Joey Christ, JóiPé og Króli, Logi Pedro, Reykjavíkurdætur og Sturla Atlas

  • Hljómsveitarstjóri

    Bjarni Frímann Bjarnason

Sinfóníuhljómsveit Íslands á stefnumót við marga af vinsælustu tónlistarmönnum landsins á tvennum stórtónleikum í Eldborg. Þau sem koma fram og flytja lög sín í nýjum órafmögnuðum útsetningum fyrir sinfóníuhljómsveit eru: Auður, GDRN, Flóni, Bríet, Sturla Atlas, Joey Christ, Logi Pedro, JóiPé og Króli, Cell7 og Reykjavíkurdætur.

Hjómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og útsetningar eru í höndum Viktors Orra Árnasonar. Tónleikagestir geta átt von á því að heyra lög eins og Án þín, Ógeðsleg, Geimvera og Enginn eins og þú ásamt fleiri þekktum lögum. Enginn má missa af þessum einstöku tónleikum þar sem um hundrað tónlistamenn taka höndum saman og skapa nýja klassík.

Viðburðurinn var upphaflega á dagskrá 16. og 17. apríl 2020 en var aflýst vegna samkomubanns. Miðahafar sem áttu miða á viðburðinn þá eiga sjálfkrafa miða í sömu sætum á nýrri dagsetningu.