EN

Opið hús á Menningarnótt

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
19. ágú. 2023 » 15:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa
19. ágú. 2023 » 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa
  • Efnisskrá

    Vinsæl verk eftir tónskáld á borð við Bach, Mozart, Brahms og Gade

  • Hljómsveitarstjóri

    Ross Jamie Collins

  • Kynnir

    Vigdís Hafliðadóttir

Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands gestum og gangandi að vanda á litríka og skemmtilega tónleika fyrir alla fjölskylduna. Að þessu sinni leiðir Vigdís Hafliðadóttir, tónlistarkona og uppistandari, áheyrendur í óvissuferð um lendur klassískrar tónlistar og segir frá sínum uppáhaldstónskáldum og verkum. 

Meðal verka á efnisskránni eru vinsæl og skemmtileg verk sem hrífa jafnt unga sem aldna, svo sem forleikurinn að Töfraflautu Mozarts, Ungverskir dansar Johannesar Brahms, æskumyndir Schumanns og eldheitur tangó eftir Jacob Gade. 

Þá tekur Vigdís sjálf lagið á tónleikunum, en hún hefur vakið athygli fyrir frábæra söngrödd og hrífandi sviðsframkomu, jafnt ein og sér og með hljómsveitinni Flott.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis, hægt er að sækja miða á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu á tónleikadegi frá kl. 11:00. 

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. 

Tónleikarnir eru u.þ.b. 50 mínútur.