EN

Opið hús fyrir alla fjölskylduna

Afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
1. mar. 2025 » 11:00 - 15:30 » Laugardagur Harpa Aðgangur ókeypis
  • Hljómsveitarstjóri

    Ross Jamie Collins

  • Sinfóníuhljómsveit Íslands

Í tilefni af 75 ára stórafmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður hljómsveitin börnum og fjölskyldum þeirra heim í Hörpu þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir þau yngstu í Flóa.

Á dagskránni verða Barnastundir með Lalla töframanni þar sem hljómsveitin leikur fjölbreytta og skemmtilega tónlist og Lalli töfrar börnin upp úr skónum. Tónlistarævintýrið sívinsæla um Pétur og úlfinn verður flutt síðdegis og það er trúðurinn Barbara besta vinkona Halldóru Geirharðsdóttur sem segir söguna. Ross Jamie Collins heldur um tónsprotann. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníunni kynna hljóðfærin sín fyrir forvitnum gestum og Maxímús Músíkús verður að sjálfsögðu á vappi. Þá verður opið í Hljóðhimnum, upplifunarrými fyrir börnin í Hörpu.

Barnastundirnar fara fram kl. 11:30-12:00 og 12:45-13:15
Ævintýrið um Pétur og úlfinn verður flutt kl. 15:00-15:30

Húsið opnar kl. 11:00 fyrir gesti og gangandi og allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.