EN

Opnir hádegistónleikar: Hljómsveitastjóra-akademía Sinfóníunnar

Dagsetning Staðsetning Verð
10. feb. 2023 » 12:00 - 13:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Wolfgang Amadeus Mozart Don Giovanni, forleikur
    Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 1
    Samuel Barber Adagio fyrir strengi

  • Leiðbeinandi

    Eva Ollikainen

  • Hljómsveitarstjórar

    Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
    Hjörtur Páll Eggertsson
    Helga Diljá Jörundsdóttir
    Sóley Lóa Smáradóttir
    Karl Friðrik Hjaltason
    Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur nú í þriðja sinn námskeið í Hljómsveitarstjóra-akademíu undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í Hljómsveitarstjóra-akademíunni fær ungt og efnilegt tónlistarfólk tækifæri til þess að spreyta sig á stjórnendapallinum og stjórna heilli sinfóníuhljómsveit undir handleiðslu Evu.

Hljómsveitarstjóra-akademían fer fram föstudaginn  10. febrúar í Norðurljósum í Hörpu þar sem unnið verður með sinfóníu nr. 1 eftir Beethoven, Adagio fyrir strengi eftir Barber og forleikinn að Don Giovanni eftir Mozart. Gestir eru velkomnir á viðburðinn og geta fylgst með þessum ungu og efnilegu stjórnendum stíga sín fyrstu skref sem hljómsveitarstjórar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.