EN

Stríð

Eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson

Athugið: Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Miðasala hefst síðar.
Dagsetning Staðsetning Verð
16. maí 2018 » 19:30 Þjóðleikhúsið Uppselt
17. maí 2018 » 19:30 Þjóðleikhúsið 5.500 kr.
18. maí 2018 » 19:30 Þjóðleikhúsið 5.500 kr.
  • Efnisskrá

    Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson Stríð

  • Leikari

    Hilmir Snær Guðnason

  • Hljómsveitarstjóri

    Bjarni Frímann Bjarnason

Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Íslands taka höndum saman við uppsetningu á nýstárlegu verki eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson. Í verkinu fá áhorfendur að fylgjast með tilfinningaþrungnu dauðastríði prússnesks 18. aldar hermanns, í rómantískri handmálaðri sviðsmynd og undir dramatískri óperutónlist eftir Kjartan Sveinsson. Ragnar og Kjartan hafa tvívegis áður unnið sviðsverk í sameiningu, en það var í bæði skiptin fyrir Volksbühne-leikhúsið í Berlín. Hið fyrra þeirra var Kraftbirtingarhljómur guðdómsins, sem einnig var sýnt í Borgarleikhúsinu, og síðan kom verkið Krieg sem sýningin Stríð er byggð á.

Ragnar er frægasti nútímalistamaður Íslands og Kjartan Sveinsson hefur um árabil verið meðal okkar þekktustu tónlistarmanna, fyrst sem hljómborðsleikari í Sigur Rós en undanfarin ár hefur hann starfað að eigin tónsmíðum.

Miðasala í miðasölu Þjóðleikhússins.