EN

Föstudagsröðin

Stríð og friður

 • 16. feb. » 18:00 Norðurljós | Harpa 2.900 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Gideon Klein Tríó fyrir strengi
  Olivier Messiaen Þættir úr Kvartett fyrir endalok tímans
  Dmítríj Shostakovitsj Sinfónía nr. 6

 • Stjórnandi og klarínettleikari

  Osmo Vänskä

 • Einleikarar

  Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla
  Daniel Schmitt víóla
  Bryndís Halla Gylfadóttir selló
  Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó

Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari varð til ógrynni tónlistar sem með einum eða öðrum hætti tjáir þær ógnir sem blöstu við. Hér hljóma verk eftir þrjú tónskáld sem öll kynntust hildarleiknum á sinn hátt. 

Gideon Klein var gyðingaættar og samdi meistaralegt strengjatríó sitt í fangabúðum nasista árið 1944. Níu dögum eftir að hann fullgerði tríóið var hann fluttur í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. 

Olivier Messiaen barðist fyrir Frakkland í styrjöldinni og var um skeið stríðsfangi nasista. Í fangabúðunum fékk hann leyfi til að semja tónlist og þar varð til eitt mesta kammerverk 20. aldar, Kvartett fyrir endalok tímans. 

Hér hljómar meðal annars þáttur verksins fyrir einleiksklarínett, Hyldýpi fuglanna, leikið af Osmo Vänskä sem er frábær klarínettleikari auk þess að vera snillingur með tónsprotann. 

Tónleikunum lýkur á sinfóníu nr. 6 eftir Shostakovitsj, sem hann lauk við rétt um það leyti sem heimsstyrjöldin síðari braust út. Þetta er verk sterkra andstæðna, þar sem djúpur tregi og léttari stemningar togast á. 

Tónleikar Föstudagsraðarinnar eru um klukkustundarlangir þar sem teflt er saman hljómsveitarverki og einleiksverki. Tilvalinn endapunktur á góðri vinnuviku eða frábær upptaktur að skemmtilegu föstudagskvöldi. 

Kynnar eru Halla Oddný og Guðni Tómasson.