EN

Tímaflakk í tónheimum

Litli tónsprotinn

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
5. okt. 2019 » 14:00 - 15:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.600 - 3.000 kr.

Á fyrstu tónleikum Litla tónsprotans, fjölskylduröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er tónleikagestum boðið í tímaflakk um tónheima þar sem Sinfóníuhljómsveitin staldrar við merk kennileiti á tímaási tónlistarsögunnar. Leiðsögumenn í þessum magnaða leiðangri um undraveröld tónlistarinnar eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson. Þau leiða hlustendur á öllum aldri á lifandi hátt um lendur og dali, klífa hæstu tinda og kanna dulúðugar sögusagnir um vatnaskrímsli og goðsagnir á þurru landi.

Á meðal þess sem hlustendur kynnast eru fjörmiklir dansar, tónlist úr Töfraflautunni, Óðurinn til gleðinnar og Lofsöngurinn ásamt skrímslatónlist frá Skotlandi þar sem Nimrod Ron túbuleikari er í aðalhlutverki ásamt nemendum frá Héraði sem myndskreyttu verkið. Auk þess heyrist fjörmikil tónlist úr Indiana Jones og glænýtt verk eftir verðlaunahafa Upptaktsins.

Bandaríski hljómsveitarstjórinn Michelle Merrill mundar tónsprotann en hún er þekkt fyrir störf sín með ungum hlustendum og hefur stýrt fjölmörgum menntaverkefnum og tónleikum Detroit-sinfóníuhljómsveitarinnar auk annarra hljómsveita í Norður-Ameríku.

Sækja tónleikaskrá