EN

Tölvuleikjatónlist með Sinfó

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
13. sep. 2024 » 20:00 » Föstudagur Eldborg | Harpa 4.500 - 8.900 kr.
14. sep. 2024 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 4.500 - 8.900 kr.
Kaupa miða
 • Tónlist úr leikjum

  Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilisation VI, Sea of Thieves, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, EVE Online, Hades, Baldur’s Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV og Starfield

 • Hljómsveitarstjóri

  Eímear Noone

 • Kór

  Söngsveitin Fílharmónía

 • Kórstjóri

  Magnús Ragnarsson

Tölvuleikir eru gróskumikill og litskrúðugur geiri menningarlífsins þar sem tónlistin leikur oftar en ekki mikilvægt hlutverk. Hún á ríkan þátt í að skapa veröld þar sem leikurinn á sér stað, tónlistin mótar andrúmsloft leiksins og framvindu — og tilfinningalegt ástand spilarans um leið. Tónleikar þar sem sinfóníuhljómsveitir leika þekkta og vinsæla tónlist úr tölvuleikjum hafa notið mikilla vinsælda um allan heim síðustu ár og hafa margir tölvuleikjaunnendur beðið þess með mikilli eftirvæntingu að Sinfóníuhljómsveit Íslands fetaði í þau fótspor.

Á þessum tölvuleikjatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fer hljómsveitin undir stjórn Eímear Noone með okkur í stórkostlegt ferðalag um fjarlæga framtíð, vandasöm völundarhús, töfraheima og hamfaraveröld í gegnum magnaða tónlist úr tölvuleikjum á borð við, Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilisation VI, Sea of Thieves, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur's Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV og Starfield. Þá má nefna að áhrifamikil tónlist úr íslenska tölvuleiknum Eve Online mun einnig hljóma á tónleikum.

Hin írska Eímear Noone er margverðlaunað tölvuleikjatónskáld og hljómsveitarstjóri sem hefur ekki aðeins samið tónlist við vinsæla tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Overwatch heldur kynnir hún og stjórnar reglulega tölvuleikjatónleikum með mörgum af fremstu sinfóníuhljómsveitum heims.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.