EN

Tónleikakynning með Víkingi

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
28. nóv. 2017 » 20:00 » Þriðjudagur Eldborg | Harpa
  • Um viðburð

    Vinafélag Sinfóníunnar stendur fyrir tónleikakynningu með Víkingi þar sem hann fjallar um píanókonsert Mozarts og leikur tóndæmi. Aðgangur er ókeypis.

  • Tónleikakynning

    Víkingur Heiðar Ólafsson

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir fræðandi og skemmtilegri kvöldstund með Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara í Eldborg. Víkingur Heiðar mun fjalla um píanókonsert nr. 24 í c-moll eftir Mozart sem hann flytur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Dima Slobodeniouk 30. nóvember næstkomandi. Konsertinn verður endurtekinn í Föstudagsröðinni 1. desember en á þeim tónleikum leikur Víkingur einleik og stjórnar hljómsveitinni frá flyglinum rétt eins og tíðkaðist á dögum Mozarts. Uppselt er á báða tónleikana en tónleikunum 30. október verður sjónvarpað í beinni útsendingu hér á vef hljómsveitarinnar.

Víkingur Heiðar, sem er þekktur fyrir að miðla þekkingu sinni á tónlist á einstaklega skemmtilegan og áhugaverðan hátt, mun fjalla um konsertinn, segja frá tónskáldinu og helstu einkennum í tónsmíðum hans. 

Víkingur mun einnig fjalla um túlkunarmöguleika í konsertinum og um ferlið við að læra verkið en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikur píanókonsert eftir Mozart með hljómsveitinni. Píanókonsertinn sem Mozart samdi veturinn 1785–86 er óvenju dökkur og stormasamur, fyrirboði þess konar tjáningar sem margir tengja fremur við Beethoven.

Allt fer þetta að sjálfsöguðu fram við flygilinn þar sem Víkingur mun leika fjölmörg tóndæmi.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

Styrktaraðili að kynningunni:
Íslensk-erfdagreining-minni