EN

Anna Clyne: Masquerade

Breska tónskáldið Anna Clyne (f. 1980) hefur á síðustu árum vakið heimsathygli fyrir tónsmíðar sínar. Hún var staðartónskáld Chicago-­sinfóníunnar frá 2010 –2015 og gegndi sömu stöðu hjá Sinfóníuhljómsveitinni í Baltimore 2015–2016, Þjóðarhljómsveitinni í Île­de France 2014–2016 og Berkeley Sinfóníunni 2017–2019. Næstu þrjú árin mun hún svo vinna með Skosku kammerhljómsveitinni. Fjölmargar hljómsveitir og stofnanir hafa falast eftir verkum frá henni, þar á meðal Los Angeles­fílharmónían, Skoska BBC­sinfónían, Seattle­sinfónían, Houston­ballettinn og Southbank Centre­menningarmiðstöðin í Lundúnum. Margir þekktir hljómsveitarstjórar hafa stjórnað tónverkum hennar, m.a. Marin Alsop, Riccardo Muti og Esa­Pekka Salonen.

Árið 2015 var Anna Clyne tilnefnd til Grammy-­verðlauna fyrir besta sígilda samtímatónverkið sem heitir Prince of Clouds og er konsert fyrir tvær fiðlur og strengjasveit. Þá hefur hún bæði austan hafs og vestan unnið til fjölda viðurkenninga fyrir störf sín.

Á komandi hausti frumflytur Skoska kammerhljómsveitin Sound and Fury eftir Clyne í Edinborg en á árinu verða önnur tónverk hennar flutt á tónleikum og tónlistarhátíðum víða um lönd.

Masquerade var pantað af breska ríkisútvarpinu og frumflutt á lokatónleikum Proms­tónlistarhátíðarinnar í Royal Albert Hall 7. september 2013. BBC­ sinfóníuhljómsveitin lék en stjórnandi var bandaríski hljómsveitarstjórinn Marin Alsop. Anna Clyne tileinkaði verkið Proms-­fastagestunum sem í daglegu máli eru kallaðir „Prommers“. Masquerade er í einum þætti og sækir tónskáldið innblástur í útihljómleika sem haldnir voru í skemmtigarði Lundúna á 18. öld. 

Um verkið segir hún í raddskránni:

Líkt og í dag, safnaðist fólk af öllum stéttum þarna saman til að njóta alls kyns tónlistar. Önnur skemmtiatriði voru allt frá settlegum til vafasamra ­ loftfimleikar, framandi götu­ skemmtikraftar, dansarar, flugeldasýningar og grímudans­ leikir. Ég er heilluð af hinu sögulega og félagslega tilhugalífi tónlistarinnar og dansins. Grímusamkomur ­ blanda af skrautlegum klæðum, grímubúningum og stórri umgjörð sköpuðu spennandi en samt yfirvegaða hátíðarstemningu.

 

Í Maquerade vitnar Anna Clyne í enska drykkjusönginn The juice of the Barley eða Safinn úr bygginu.