EN

Anna Þorvaldsdóttir: Ró

Anna Þorvaldsdóttir (f. 1977) er eitt kunnasta tónskáld Íslands um þessar mundir. Verk hennar hafa komið út á hljómdiskum hjá Deutsche Grammophon og Sono Luminus, og hún hefur samið m.a. fyrir Ensemble Intercontemporain, The International Contemporary Ensemble (ICE) og The Crossing Choir. Hún hlaut Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir verk sitt Dreymi, sem var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Anna er nú staðartónskáld SÍ og gegnir margþættu hlutverki í starfi hljómsveitarinnar. Hún situr í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar og er í forsvari fyrir tónskáldastofuna Yrkju, sem er samstarfsverkefni Sinfóníunnar og Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og miðar að því að veita ungum tónskáldum reynslu í að semja fyrir sinfóníuhljómsveit.

Ró fyrir kammerhóp var frumflutt af Caput-hópnum á tónleikum í Kína árið 2013. Síðan hefur það hljómað víða um heim, meðal annars í flutningi meðlima úr Chicago-sinfóníunni undir stjórn Esa-Pekka Salonen, og á Yellow Barn tónlistarhátíðinni í Vermont.