EN

Elizabeth Maconchy: Næturljóð

Elizabeth Maconchy (1907–1994) var eitt af helstu tónskáldum Breta á 20. öld og tónlist hennar nýtur sífellt meiri hylli á alþjóðlegum vettvangi. Hún fæddist á Englandi en ólst upp á Írlandi, þar sem foreldrar hennar bjuggu um hríð. Hún var byrjuð að semja tónlist sex ára gömul og stundaði nám við Royal College of Music, þar sem Ralph Vaughan Williams var tónsmíðakennari hennar, og í verkum sem hún samdi á árum sínum þar má greina sterk áhrif Bartóks. Maconchy samdi yfir 200 verk, meðal annars 13 strengjakvartetta sem þykja með helstu framlögum bresks tónskálds í þeirri grein. Hún gegndi einnig ábyrgðarstörfum fyrir bresk tónskáld, var til dæmis formaður Breska tónskáldafélagsins um árabil. Nocturne eða Næturljóð fyrir hljómsveit varð til á árunum 1950–51. Verkið er dulúðleg næturstemning, fremur ólgandi í fyrstu en ró færist yfir í lokatöktunum.