EN

Elizabeth Ogonek: All These Lighted Things

Elizabeth Ogonek All These Lighted Things

Bandaríska tónskáldið Elizabeth Ogonek (f. 1989) ólst upp í New York-borg og stundaði tónlistarnám við Indiana University, Thornton School of Music í Los Angeles og Guildhall-listaháskólann í Lundúnum, þaðan sem hún lauk doktorsprófi árið 2015. Hún hefur meðal annars samið tónverk fyrir Sinfóníuhljómsveit Lundúna, Sinfóníuhljómsveitina í Chicago og Kammertónlistarhátíðina í Santa Fe, auk þess sem verk hennar hafa verið flutt víða um heim. Hún er nú prófessor í tónsmíðum við Oberlin-tónlistarháskólann í Ohio.

Ogonek samdi All These Lighted Things, sem ber undirtitilinn „Þrír litlir dansar fyrir hljómsveit“ fyrir Sinfóníuhljómsveitina í Chicago, þar sem Ogonek starfar sem staðartónskáld. Verkið var frumflutt af sveitinni undir stjórn Riccardos Muti í september 2017. Verkið er í þremur þáttum og tekur um 15 mínútur í flutningi; ytri kaflarnir eru hraðir og glaðværir, en miðkaflinn draumkenndur.