EN

Eygló Höskuldsdóttir Viborg: Lo and Behold

Eygló Höskuldsdóttir Viborg lauk bachelor gráðu í tónsmíðum með hæstu einkunn frá Berklee College of Music sumarið 2017 og stundar nú meistaranám í New York University undir handleiðslu Juliu Wolfe. Tónlist Eyglóar hefur verið flutt bæði í Boston og New York en þetta er með fyrstu verkum hennar sem heyrast á Íslandi.

Draumar eru einstakir, spretta upp af engu, flytja dreymandann úr einu rými í annað án nokkurrar minningar um ferðalag, enda jafn harðan.

Fyrir um tveimur árum síðan varð á vegi mínum heimildamynd sem veltir upp þeirri spurningu um það hvort að internetið dreymi og ef svo er hvort það dreymi um sjálft sig. Þessi hugmynd um þetta manngerða, óáþreifanlega tauganet, lífskraft sem hugsanlega geti dreymt er forvitnilegt viðfangsefni til frekari listrænnar rannsóknar.

Gervigreind Google, DeepDream, hefur nú þegar sett saman þónokkrar draumkenndar ljósmyndir og þetta verk eru bjartsýnir draumórar mínir á samskonar hljóðrænum samsetningum.

 

(draumórar hins tengda heims)
- Werner Herzog