EN

Franz Lehár: Meine Lippen, sie küssen so heiß

Franz Lehár (1870–1948) var austurrískt-ungverskt tónskáld og er einna helst þekkt fyrir óperettur. Arían er úr óperettunni Giuditta, sem er hans síðasta og metnaðarfyllsta verk. Söguþráður og umhverfi sækja innblástur í óperuna Carmen. Aríuna syngur titilpersónan Giuditta, en hún hefur þegar hér er komið sögu yfirgefið eiginmann sinn, Manuele og hlaupist á brott með herforingjanum Octavio til Norður-Afríku. Sá gerði sér hins vegar lítið fyrir og yfirgaf Giudittu til að snúa aftur í herinn. Gerðist Giuditta þá dansari á næturstað og nýtur hylli í nýju starfi.

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir