EN

Georges Bizet: Je dis que rien úr Carmen

Texti um verkið eftir Írisi Björk Gunnarsdóttur

Óperan Carmen eftir Georges Bizet (1838-1875) er án nokkurs vafa frægasta ópera tónskáldsins. Hún segir sögu sígaunakonunnar Carmen, sem lifir frjálsu lífi og vill hvorki fylgja reglum né binda sig neinum manni. Micaëla er lofuð unga hermanninum Don José sem hin þokkafulla Carmen hefur fest auga á. Carmen tælir hann og platar hann með sér upp í fjöll með smyglaragengi sínu. Þegar hér er komið við sögu er Micaëla komin upp í fjöll til þess að afhenda Don José bréf frá móður hans. Hún stappar í sig stálinu og biður Guð um að vernda sig og gefa sér styrk.