EN

Igor Stravinskíj: No Word From Tom

Rússneska tónskáldið Ígor Stravinskíj (1882–1971) hafði byltingarkennd áhrif á tónlistarþróun fyrri hluta síðustu aldar. Óperan The Rake’s Progress er lauslega byggð á seríu átta málverka eftir William Hogarth sem Stravinskíj sá á sýningu í Chicago 1947. Textann ortu þeir W. H. Auden og Chester Kallman og fjallar hann um hnignun Toms Rakewell sem yfirgefur æskuástina, Anne Trulove, fyrir lystisemdir Lundúnaborgar í slagtogi við Nick Shadow. Sá reynist vera djöfullinn sjálfur og þegar til Lundúna er komið dregur hann Tom með sér niður í svaðið. Í aríunni veltir Anne, sem varð eftir í sveitinni, fyrir sér hvers vegna hún hefur ekkert heyrt frá Tom. Hún hefur á tilfinningunni að hann sé í hættu og leggur af stað til Lundúna að finna hann.

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir