EN

Isaac Albéniz: Fjórir þættir úr Iberia

Isaac Albéniz (18601909) var eitt helsta tónskáld Spánar um aldamótin 1900. Hann samdi kynstrin öll af píanótónlist og tókst að laða úr hljóðfærinu „spænskan“ hljóm, til dæmis með snöggum brotnum hljómum sem minna á gítarslátt. Hrynur þjóðdansa kemur víða fyrir – til dæmis hinn katalónski seguidilla og þrískiptur jota frá Aragóníu – en stefin sjálf eru oftast nær frumsamin. Meistaraverk Albéniz er Iberia (19058), píanóverk í tólf þáttum þar sem hann fangar litbrigði spænskrar tónlistar þótt tæknikröfur hans eigi sitthvað skylt við Liszt og Chopin. Spænski hljómsveitarstjórinn og fiðluleikarinn Fernández Arbós, sem var meðal annars nemandi Josephs Joachim á sinni tíð, útsetti fimm þætti úr Iberia fyrir hljómsveit og laðaði þannig fram litbrigði tónlistarinnar með nýjum og áhugaverðum hætti, enda hefur útsetning hans notið vinsælda víða um heim. Á þessum tónleikum hljóma fjórir þættir í útsetningu Arbósar: Evocación, Fête-dieu à Seville, El Puerto og Triana.