EN

K.óla: I Gave Him a Book (with only blank pages)

K.óla (Katrín Helga Ólafsdóttir) útskrifaðist sumarið 2020 með BA gráðu úr tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Plötur hennar Allt verður alltílæ (2019) og PLASTPRINSESSAN (2020) voru tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut fyrri platan Kraumsverðlaunin.

I gave him a book (with only blank pages) er byggt á samsuðu af festu og óvissu. Sumir kaflar verksins eru mjög formfastir en aðrir eru byggðir á ýmsum möguleikum þar sem stjórnandi ræður ferðinni, smá eins og umferðarlögga sem beinir flytjendum í þessa eða aðra átt út frá settum reglum. Þess vegna er erfitt að segja til um hversu langt verkið er og hver flutningur einstakur útfrá ákvörðunum stjórnanda í hvert sinn.