EN

Ludwig van Beethoven: Leónóra, forleikur nr. 3

Ludwig van Beethoven átti í miklum vandræðum með að semja forleik að Fidelio, hans fyrstu og einu óperu. Upphaflega nefndi hann óperuna Leónóra og samdi að minnsta kosti þrjá forleiki fyrir óperuna áður en að hún var frumflutt árið 1805. Á frumsýningunni hljómaði þriðji forleikurinn að óperunni en í þeim forleik má heyra mörg af þeim stefum sem heyrast síðar í óperunni. Áratug síðar endurskoðaði hann alla óperuna, endurskírði hana Fidelio og samdi fjórða og síðasta forleikinn að óperunni og er það sú útgáfa af óperunni sem hljómar oftast í dag.