EN

Sergej Prokofíev: Pétur og úlfurinn

Árið 1936 bað Barnaleikhúsið í Moskvu tónskáldið Sergei Prokofíev að semja nýtt tónverk sérstaklega fyrir börn. Prokofíev var svo hugfanginn af þessum áformum að hann samdi Pétur og úlfinn á aðeins fjórum dögum! Reyndar tókst frumflutningurinn ekki eins og tónskáldið hafði vonast til; Prokofíev sagði sjálfur að fáir hefðu mætt á tónleikana og viðtökurnar aðeins verið í meðallagi góðar. Það leið samt ekki á löngu þar til Pétur og úlfurinn var orðið eitt vinsælasta barnaævintýri með tónlist sem samið hefur verið.

Prokofíev lætur hvert hljóðfæri tákna ákveðna persónu eða dýr í sögunni, og hverju hljóðfæri fylgir einnig ákveðið stef: fuglinn (flauta), öndin (óbó), kötturinn (klarínett), afinn (fagott), úlfurinn (þrjú horn), veiðimenn (tréblásarar og pákur), og loks Pétur sjálfur, sem er leikinn af strengjahljóðfærunum.

Pétur býr hjá afa sínum nálægt skóginum, og einn dag hættir hann sér út í skóg þrátt fyrir að afi hans hafi margoft varað hann við því. Dag einn hættir Pétur sér út fyrir girðinguna kringum húsið, og skemmtir sér konunglega ásamt dýravinum sínum. Fuglinn reynir að fljúga með aðstoð blöðru, og feiti kötturinn brýtur ísinn á tjörninni og lendir í ísköldu vatninu. Afi Péturs skipar honum að halda aftur inn í hús, en þá sér Pétur hvar kemur stór, grár úlfur út úr skóginum og hrellir dýrin. Pétri tekst að veiða úlfinn og fer sigri hrósandi í bæinn með úlfinn í búri, en þegar hann horfir í döpur augu úlfsins finnur hann til samúðar með honum.