EN

Star Wars

Kvikmyndatónlist

John Williams (f. 1932) er goðsögn í lifanda lífi. Hann hefur á 60 ára löngum og gifturíkum ferli sínum samið tónlist fyrir ríflega 100 kvikmyndir, þar á meðal Jaws, Star Wars-myndirnar, E.T. og fyrstu Harry Potter-kvikmyndirnar. Á afrekalista Williams eru meðal annars fimm Óskarsverðlaun, tvenn Emmy- þrenn Golden Globe- og átján Grammy-verðlaun. Á verkalista hans er einnig að finna kammertónlist og sinfóníska tónlist. Þá var hann um árabil aðalstjórnandi Boston Pops-hljómsveitarinnar og er í dag heiðursstjórnandi hennar.

Á þessum tónleikum hljómar Love Theme og March úr fyrstu Superman-kvikmynd Warner Bros-kvikmyndafélagsins frá 1978. Þá koma þrjú atriði úr stjörnustríðsmyndunum: Return of the Jedi-Forrest Battle úr Star Wars VI, Yoda's Theme úr Star Wars V og lokaatriðið úr Star Wars IV - Throne Room & End Title.