EN

Thomas Adès: Dawn

Dawn eða Dögun er eitt nýjasta hljómsveitarverk Thomasar Adès (f. 1971). Hann samdi verkið sérstaklega fyrir Proms-tónleikaröð BBC og var það frumflutt í Royal Albert Hall í ágúst 2020, leikið af Sinfóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Sir Simon Rattle. Vegna þeirra takmarkana sem þá ríktu í tónleikahaldi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru tók tónskáldið óvenjulega ákvörðun og samdi verk sitt fyrir hljómsveit sem má vera fjölmenn eða fámenn allt eftir aðstæðum, og með hvaða þeirri fjarlægð milli hljóðfæraleikara sem reglur gera ráð fyrir.

 Undirtitill verksins er „Chacony for orchestra at any distance.“ Chacony eða sjakonna er tónlistarform frá barokktímanum, þar sem sami hljómagangur er endurtekinn hvað eftir annað en með nýjum tilbrigðum í hvert sinn. Adès lýsti hugmyndinni að baki verkinu þannig að hann ímyndaði sér sólarupprás sem ferðast yfir hnöttinn á einum sólarhring og bregður birtu á hvern kima jarðarkringlunnar, einn af öðrum.