EN

Þuríður Jónsdóttir: Fiðlukonsert

Þuríður Jónsdóttir (f. 1967) nam flautuleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Konservatoríið í Bologna á Ítalíu þar sem hún lauk diplómagráðu í flautuleik, tónsmíðum og raftónlist. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá Franco Donatoni hjá Accademia Chigiana í Siena og Alessandro Solbiati hjá Accademia di Novara á Ítalíu. Verk eftir Þuríði hafa verið pöntuð og flutt af ýmsum tónlistarhópum og flutt á hátíðum eins og Présences í París, Klang í Kaupmannahöfn, á Norrænum músíkdögum, ISCM og New Directions. Verk hennar hafa verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og til Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs 2006, 2010 og 2012. 

Þuríður hefur áður samið flautukonsert sem vakið hefur mikla athygli víða um heim. Nýr fiðlukonsert hennar er saminn handa Unu Sveinbjarnardóttur, þriðja konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og er sérstaklega pantaður af hljómsveitinni fyrir lokatónleika starfsársins.