EN

Vínartónlist á nýju ári

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa verið árlegur viðburður í starfsemi hljómsveitarinnar síðan 1981 og hafa um langa hríð verið langvinsælustu og fjölsóttustu tónleikar sveitarnnar. Líkt og á tónleikunum árið 1981 gefur forleikurinn að Leðurblökunni, óperettu Johanns Strauss (1825–1899), upptaktinn og lýkur tónleikunum að vanda á Dónárvalsinum fræga. Inn á milli hljóma vinsælar óperettuaríur og dúettar, valsar og polkar sem koma öllum í gott skap.