EN
  • Yan Pascal Tortelier

Yan Pascal Tortelier: Nostalgie

Um verk sitt segir Tortelier (f. 1947): Fiðlan hefur verið svo stór hluti af lífi mínu (40 ár með fiðlu í höndunum!) þannig að þrátt fyrir að ég væri orðinn hljómsveitarstjóri, birtist þetta hljóðfæri mitt enn og aftur í mörgum draumum mínum. En nýlega tók ferlið nýja stefnu í formi hugmynda um tónverk, hugsanlega fyrir fiðlu og hljómsveit. Í framhaldinu reyndi ég að raða skissunum niður rétt eins og maður gerir í púsluspili - og eftir sex mánuði var púslan orðin að sjö mínútna löngu tónverki sem á einn eða annan veg endurspeglar líf mitt sem tónlistarmanns: hér er frönsk ást á fögrum hljómum, smá sveifla og að sjálfsögðu ósvikin, yfirgripsmikil laglína fyrir mína gamalkunnu og ástkæru fiðlu. Ég nefndi verkið Nostalgie. Mér er sérstök ánægja að frumflytja það með Eldbjørgu Hemsing og minni kæru Sinfóníuhljómsveit Íslands hér í Hörpu.