EN

Ung-Yrkja

Uppskerutónleikar Ung-Yrkju á Myrkum músíkdögum

Snilld í áskrift! Veldu tvenna tónleika eða fleiri á kortið þitt og þú færð 20% afslátt af miðaverði. Kaupa áskrift
Dagsetning Staðsetning Verð
29. jan. 2021 » 12:00 - 13:30 Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis

Undanfarin ár hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands verið þátttakandi að verkefninu Yrkja, sem gefur ungum atvinnutónskáldum tækifæri til að semja verk fyrir hljómsveitina undir leiðsögn staðartónskálds. Að þessu sinni er verkefnið með ögn breyttu sniði og nefnist Ung-Yrkja. Leitað er að næstu kynslóð íslenskra hljómsveitartónskálda og er þetta samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitarinnar, Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og Listaháskóla Íslands. 

Vorið 2020 var kallað eftir umsóknum frá tónsmíðanemum á háskólastigi. Þrjú ung tónskáld voru valin til samstarfs, og munu þau vinna ný tónverk undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds hljómsveitarinnar, sem vakið hefur heimsathygli fyrir áhrifamikil hljómsveitarverk sín. Elísabet Indra Ragnarsdóttir mun einnig spjalla við tónskáldin um verkin og tilurð þeirra. Þetta er spennandi tækifæri til að kynnast því allra nýjasta í íslenskum tónskáldskap. 

Tónleikarnir eru í Norðurljósum og eru um klukkustundar langir án hlés. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.