EN

Ungir einleikarar - frestað

Sigurvegarar úr einleikarakeppni Sinfóníunnar og Listaháskólans

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
13. jan. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.800 – 4.800 kr. Frestað
  • Efnisskrá

    Maurice Ravel Shéhérazade: II. La Flûte enchantée
    Maurice Ravel Oh, la pitoyable aventure! úr L’heure espagnole
    Henry Purcell Ah, belinda úr Dido og Aeneas
    Henry Purcell When I am laid úr Dido og Aeneas
    Carl Maria von Weber Klarínettukonsert í f-moll
    Henri Tomasi Trompetkonsert
    Ernesto Lecuona Sibone
    Franz Lehár Meine Lippen, sie küssen so heiß úr Giudittu
    Gaetano Donizetti Cavatina úr Don Pasquale
    Igor Stravinskí No word from Tom úr The Rake’s Progress

  • Hljómsveitarstjóri

    Anna-Maria Helsing

  • Einleikarar

    Birkir Örn Hafsteinsson, klarinett
    Ingibjörg Ragnheiður Linnet, trompet

  • Einsöngvarar

    Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir
    Hanna Ágústa Olgeirsdóttir

Tónleikunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Frekari upplýsingar um tónleikana verða sendar út til miðahafa þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.

Framtíð tónlistarlífs á Íslandi hvílir á herðum þeirra ungu hljóðfæraleikara og söngvara sem um þessar mundir taka sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Það er sérstakt tilhlökkunarefni þegar framúrskarandi ungmenni stíga fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og njóta árangurs þrotlausrar vinnu. Í salnum sitja fjölskylda og vinir sem hafa fylgst með tónlistarnáminu um margra ára skeið og fagnaðarlætin í Eldborg eru aldrei einlægari en á þessum skemmtilegu og spennandi tónleikum.

Einleikarar á tónleikunum voru valdir í samkeppni sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands í október 2021.