EN

Vínartónleikar

Herdís Anna Jónasdóttir og Elmar Gilbertsson

Athugið: Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Miðasala hefst síðar.
Dagsetning Staðsetning Verð
7. jan. 2021 » 19:30 - 21:30 Eldborg | Harpa 3.600 - 9.100 kr. Miðasala ekki hafin
8. jan. 2021 » 19:30 - 21:30 Eldborg | Harpa 3.600 - 9.100 kr. Miðasala ekki hafin
9. jan. 2021 » 16:00 - 18:00 Eldborg | Harpa 3.600 - 9.100 kr. Miðasala ekki hafin
9. jan. 2021 » 19:30 - 21:30 Eldborg | Harpa 3.600 - 9.100 kr. Miðasala ekki hafin
Tónleikakynning í Hörpuhorni » 7. jan. kl. 18:00

Hinir sívinsælu Vínartónleikar eru sannkölluð áramótaveisla og sú glaðværa tónlist sem þar hljómar gefur tóninn fyrir nýtt ár. Í þetta sinn er það Eva Ollikainen, nýskipaður aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem stjórnar tónleikunum. Meðal þess sem hljómar eru valsar og polkar eftir Johann Strauss yngri, meðal annars Keisaravalsinn og Dónárvalsinn, auk forleiksins að Leðurblökunni. Einnig hljómar norræn tónlist innblásin af dönsum Vínarborgar: hið sívinsæla kampavínsgalopp Lumbyes en einnig kampavínsvalsinn Moët & Chandon eftir Ellen Sandels, sem var eitt helsta kventónskáld Svíþjóðar um aldamótin 1900. Þá leikur hljómsveitin glæsilegt upphafið að þriðja þætti óperunar Lohengrin eftir Wagner, en þar hljómar lúðragjall sem á vel við á hátíðartónleikum sem þessum.

Tveir helstu einsöngvarar Íslands af sinni kynslóð koma fram á tónleikunum, auk þess sem dansarar ljá þeim sérstakan hátíðarblæ. Herdís Anna Jónasdóttir sló í gegn sem Violetta í La traviata í uppfærslu Íslensku óperunnar og hefur einnig fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn á nýrri tónlist, til dæmis Kafka-Fragmente eftir Kurtág. Elmar Gilbertsson hefur löngu sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar, en hann er um þessar mundir fastráðinn við óperuhúsið í Stuttgart.