EN

Kvikmyndatónlist - Skólatónleikar

Bókunartímabilinu er lokið.

Á tónleikunum verður leikin sívinsæl tónlist eftir John Williams m.a. úr Stjörnustríði, Indiana Jones og Schindler's List.

Þriðjudagur - 10. apríl 2018 - kl. 11:00
Miðvikudagur - 11. apríl 2018 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 11. apríl 2018 - kl. 11:00

Það var árið 1974 sem ungur leikstjóri að nafni Steven Spielberg kom að máli við Williams og falaðist eftir kröftum hans við fyrstu mynd sína í fullri lengd, The Sugarland Express. Síðar unnu þeir saman að Jaws og Close Encounters of the Third Kind, og þegar kom að gerð Stjörnustríðs kom enginn nema Williams til greina. Fyrir liðlega áratug stóð Bandaríska kvikmyndaakademían fyrir því að útnefna bestu kvikmyndatónlist allra tíma og þarf varla að koma á óvart að þar hafi Stjörnustríð orðið fyrir valinu.