EN

Sinfónískir dansar úr West Side Story - skólatónleikar

Dagskrá fyrir framhaldsskólanemendur

Bókunartímabilinu er lokið.

Skólatónleikar fyrir framhaldsskólanemendur.
Tónleikarnir eru í Eldborg og vara í u.þ.b. 40 mínútur.

Föstudagur - 25. janúar 2019 - kl. 09:30
Föstudagur - 25. janúar 2019 - kl. 11:00

Stjórnandi framhaldsskólatónleikanna er hin brasilíska Ligia Amadio, aðalstjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Montevideo í Úrúgvæ, en hún stjórnaði kvennatónleikum Sinfóníunnar árið 2015 við sérlega góðar undirtektir. Á þessu starfsári stjórnar hún Ungum einleikurum og tónleikum með tónlist Bernsteins og Villa-Lobos. Það er einmitt tónlist Bernsteins sem hljómar á þessum framhaldsskólatónleikum, glæsileg og fjörmikil svíta úr hinu sívinsæla verki Leonards Bernstein, West Side Story, í tilefni af aldarafmæli tónskáldsins.

Leonard Bernstein (1918–1990) var vonarstjarna bandarískrar tónlistar áratuginn eftir síðari heimsstyrjöldina og bræddi saman djass og alvarlegri músík af kunnáttu sem fáum var gefin. Allt frá því söngleikurinn West Side Story (Saga úr Vesturbænum) var sýndur í fyrsta sinn í ágúst 1957 hefur hann þótt eitt af meistaraverkum söngleikjahefðarinnar á Broadway og jafnframt verið vinsælasta tónsmíð Bernsteins.

Efnisskrá
Leonard Bernstein: Sinfónískir dansar úr West Side Story

Flytjendur
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ligia Amadio hljómsveitarstjóri

Árni Heimir Ingólfsson kynnir