EN

Fljúgðu, fljúgðu klæði – fyrir 7. - 10. bekk

Skólatónleikar fyrir 7. - 10. bekk

Dagsetningar í boði: 

Þriðjudagur - 13. febrúar 2024 - kl. 11:00 - Uppbókað
Miðvikudagur - 14. febrúar 2024 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 14. febrúar 2024 - kl. 11:00

LIAJ_00207_sarpur

„Fljúgðu, fljúgðu klæði“, 1912 – 1915
Ásgrímur Jónsson (1876 – 1958)
Olíumálverk, LÍÁJ 207/94
©Listasafn Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ross Jamie Collins hljómsveitarstjóri
Kynnir og sögumaður, staðfest síðar
Langspilshópur Flóaskóla

Um tónleikana
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listasafns Íslands þar sem þjóðsagnaarfurinn er viðfangsefni í tali, tónum og myndlist. Á tónleikunum er birtingarmynd álfa, trölla og drauga í þjóðsagnaarfinum og myndlist kristölluð þar sem mergjuð tónlist ýtir undir fjörugt ímyndunaraflið og magnaða upplifun.

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 45 mínútur

Tónleikarnir eru í Eldborg

Skráning á tónleika

Athugið: Skráningu hefur ekki verið lokið fyrr en búið er að staðfesta pöntun