EN

Brot af því besta - skólatónleikar

Unglingatónleikar 7.-10. bekkur

Bókunartímabilinu er lokið.

Skólatónleikar fyrir 7.-10. bekk grunnskóla.
Tónleikarnir eru í Eldborg og vara í u.þ.b. 50 mínútur.

Þriðjudagur - 12. febrúar 2019 - kl. 11:00
Miðvikudagur - 13. febrúar 2019 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 13. febrúar 2019 - kl. 11:00

Á tónleikunum verða leikin verk sem hljómsveitarstjórinn Tung-Chieh valdi sérstaklega með ungt fólk í huga. Verkin eru myndræn, tilfinningaþrungin og aðgengileg og eiga það sameiginlegt að tróna hátt á vinsældalistum klassískrar tónlistar. Halldóra Geirharðsdóttir, kynnir tónleikanna, fjallar um verkin og tónskáldin á sinn einstaka og einlæga hátt ásamt því að draga upp myndir af mennsku og tilfinningum í nútíð og þátíð.

Efnisskrá
Pjotr Tsjajkovskíj: Þyrnirós, inngangur
Edvard Grieg: Morgunn úr Pétri Gaut
Ludwig van Beethoven: Fyrsti þáttur úr sinfóníu nr. 6 
Antonin Dvořák: Slavaneskur dans nr. 1
Pietro Mascagni: Intermezzo úr Cavalleria Rusticana
Felix Mendelssohn: Draumur á Jónsmessunótt, scherzo
John Williams: Stjörnustríð, titillag

Flytjendur
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Tung-Chieh Chuang hljómsveitarstjóri
Halldóra Geirharðsdóttir kynnir