EN

Tímaflakk í tónheimum

Grunnskólatónleikar: 3.-7. bekkur

Bókunartímabilinu er lokið.

Skólatónleikar fyrir grunnskólanemendur.
Tónleikarnir eru í Eldborg og vara í u.þ.b. 45 mínútur.

Beint streymi frá skólatónleikum
Tónleikarnir föstudaginn 4. október kl. 11 verða einnig í beinu streymi hér á vef hljómsveitarinnar. Streymið er öllum skólum opið og án endurgjalds.

Miðvikudagur - 2. október 2019 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 2. október 2019 - kl. 11:00
Fimmtudagur - 3. október 2019 - kl. 09:30
Fimmtudagur - 3. október 2019 - kl. 11:00
Föstudagur - 4. október 2019 - kl. 09:30
Föstudagur - 4. október 2019 - kl. 11:00

Tónleikagestum er boðið í tímaflakk um tónheima þar sem Sinfóníuhljómsveitin flytur sig eftir tímaás tónlistarsögunnar og staldrar við merk kennileiti. Leiðsögumenn í þessum magnaða leiðangri um undraveröld tónlistarinnar eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson. Þau leiða hlustendur á öllum aldri á lifandi hátt um lendur og dali, klífa hæstu tinda og kanna dulúðugar sögusagnir um vatnaskrímsli og goðsagnir á þurru landi. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Michelle Merill mundar tónsprotann en hún er þekkt fyrir störf sín með ungum hlustendum og hefur stýrt fjölmörgum menntaverkefnum og tónleikum Detroit-sinfóníuhljómsveitarinnar auk annarra hljómsveita í Norður-Ameríku.

Flytjendur
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Michelle Merrill hljómsveitarstjóri
Áshildur Haraldsdóttir einleikari
Herdís Anna Jónsdóttir einleikari

Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson kynnar

Efnisskrá
Claudio Monteverdi: Inngangur að Orfeo
Jean-Baptiste Lully: Mars úr óperunni Thesée
Johann Sebastian Bach: Badinerie  einleikari
Franz Joseph Haydn: 2. þáttur úr Óvæntu sinfóníunni
Wolfgang Amadeus Mozart: Forleikur að Töfraflautunni
Ludwig van Beethoven: Óðurinn til gleðinnar
Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Lofsöngur
Mélanie Hélène Bonis: Spænskur vals
Jón Leifs: Dýravísur
John Williams: Raiders of the Lost Ark úr Indiana Jones
Thea Musgrave: Loch Ness – Póstkort frá Skotlandi
Lára Rún Eggertsdóttir: Jú víst!

Tónleikarnir föstudaginn 4. október kl. 11 verða einnig í beinu streymi hér á vef hljómsveitarinnar. Streymið er öllum skólum opið og án endurgjalds.