EN

D) Pláneturnar – fyrir 7.-10. bekk

Skólatónleikar fyrir 7.-10. bekk

Bókunartímabilinu er lokið.

Miðvikudagur - 20. apríl 2022 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 20. apríl 2022 - kl. 11:00
Föstudagur - 22. apríl 2022 - kl. 09:30
Föstudagur - 22. apríl 2022 - kl. 11:00

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Emilia Hoving hljómsveitarstjóri
Sævar Helgi Bragason kynnir og handritshöfundur

Gustav Holst: Úr Plánetunum

Mars (herguðinn)
Júpíter (boðberi gleðinnar)
Úranus (töframaðurinn)

Á skólatónleikunum leiðir Stjörnu-Sævar tónleikagesti um himinhvolfið í samhljómi við flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Plánetunum eftir Holst, einu vinsælastasta og glæsilegasta hljómsveitarverki 20. aldar. Tilkomumiklu myndefni verður varpað upp meðan á tónlistarflutningnum stendur. Holst var mikill áhugamaður um stjörnufræði og í tónlistinni líkir hann eftir einkennum plánetanna. Á tónleikunum verða fluttir þrír þættir úr þessu stórvirki: Mars, Júpíter og Úranus.

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 45 mínútur
Tónleikarnir eru í Eldborg

Tónleikadagar:

Miðvikudagur 20.04.22
09:30 og 11:00

Föstudagur 22.04.22
09:30 og 11:00