EN

Búkolla – elstu börn leikskóla og 1. og 2. bekkur

Fyrir elstu börn leikskóla og 1. og 2. bekk grunnskóla

Dagsetningar í boði:

Þriðjudagur - 6. maí 2025 - kl. 11:00
Miðvikudagur - 7. maí 2025 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 7. maí 2025 - kl. 11:00

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Kristian Sallinen hljómsveitarstjóri
Níels Thibaud Girerd kynnir og sögumaður
Gunnar Andreas Kristinsson tónlist
Böðvar Leós myndir

Um tónleikana
Á þessum tónleikum er þjóðsagan um Búkollu þar sem karlsson fer að leita að Búkollu sinni flutt í nýjum og skemmtilegum hljómsveitarbúningi. Þessi fallega saga um vináttu og kyngimagnaða kú er eftirlæti margra enda er Búkolla, þrátt fyrir aldur sinn, síung, raungóð og traust. Skessurnar eru skemmtilegar og uppátektarsamar og reyna að leysa hverja þrautina á fætur annarri sem karlsson og Búkolla leggja fyrir þær.

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 40 mínútur

Tónleikarnir eru í Norðurljósum