EN

Ungsveitarnámskeið SÍ

Næsta námskeið Ungsveitarinnar verður haldið 8. -21. september 2025. Umsóknarfrestur er til miðnættis 23. febrúar. Sjá nánar hér

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2025 stendur frá mánudeginum 8. september til sunnudagsins 21. september 2025. Verkefni Ungsveitarinnar er Sinfónía nr. 4 eftir Tsjajkovskíj undir stjórn Nathanaël Iselin.

Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með glæsilegum stórtónleikum í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 21. september kl. 14:00.

Prufuspil verða haldin í Hörpu 24., 25. og 26. mars nk.
Raddæfingar að vori verða haldnar í Hörpu 12., 13. & 14. maí nk.
Tuttiæfingar að vori fara fram í Hörpu 26., 27. & 28. maí nk.

Allir nemendur þurfa að sækja um til að leika með hljómsveitinni, líka þeir sem spiluðu með síðast. Hægt verður að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu SÍ frá og með mánudeginum 27. janúar. Umsóknarfrestur er til miðnættis 23. febrúar.

Ungsveitin er hugsuð sem vettvangur fyrir samspil tónlistarnemenda sem lokið hafa miðprófi. Henni er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að kynnast starfsumhverfi atvinnuhljóðfæraleikara, auk þess sem nemendur fá að starfa með hljóðfæraleikurum og hljómsveitarstjórum á heimsmælikvarða.

Sækja umsóknareyðublað

 nánari upplýsingar fyrir umsækjendur

 
Upplýsingar um Ungsveit SÍ 2025 veitir
Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri
Sími 5452504/8988934
hjordis@sinfonia.is