EN

Tónleikar & miðasala

september 2018

Ari Eldjárn og Sinfó 27. sep. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ara Eldjárns á síðasta starfsári nutu geysilegra vinsælda. Uppselt var á þrenna tónleika í Eldborg og eftirspurn eftir miðum var slík að ákveðið var að endurtaka tónleikana í september 2018. Ari er ósvikinn gleðigjafi og hér fer hann með gamanmál sem tengjast hljómsveitinni en kynnir einnig vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfóníutónleikum, til dæmis úr vinsælum kvikmyndum síðustu áratuga. 

Hér hljóma meðal annars Allegretto-kaflinn úr sjöundu sinfóníu Beethovens (sem margir þekkja úr myndinni The King's Speech), Dofrakonungs- kaflinn úr Pétri Gaut eftir Grieg (sem var notað með eftirminnilegum hætti í myndinni The Social Network) og Valkyrjureið Wagners sem gerði atriði úr Apocalypse Now ógleymanlegt. Á þessum uppistandstónleikum fléttast saman óborganleg kímnigáfa og meistaraverk tónlistarinnar svo að úr verður sannkölluð eðalskemmtun fyrir alla fjölskylduna.