EN

Tónleikar & miðasala

maí 2019

Quentin Blake-The Giraffe and the Pelle and me

Strákurinn og slikkeríið 4. maí 14:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Strákurinn og slikkeríið er nýtt tónlistarævintýri eftir Jóhann G. Jóhannsson sem byggt er á sögu eftir Roald Dahl. Jóhann G. samdi tónlistina við Skilaboðaskjóðuna og færði lög Astrid Lindgren í hljómsveitarbúning á fádæma vinsælum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar síðastliðið haust. Í Stráknum og slikkeríinu sláumst við í för með litlum dreng og þremur kostulegum vinum hans úr dýraríkinu: gíraffa, pelíkana og apa. 

Í grípandi sönglögum og litríkum ljóðum bregða söngvararnir sér í líki sögupersónanna, jafnt dýra sem manna. Andi Roalds Dahl svífur yfir vötnum með kímni, spennu og óvæntum vendingum allt til enda. Í tónlistarævintýrinu taka Brynhildur Guðjónsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson ásamt Stúlknakór Reykjavíkur höndum saman og hjálpast að við leysa vandamál og láta drauma rætast. Hljómsveitarstjóri er Noam Aviel sem þreytir frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

  • Strákurinn og slikkeríið

    Tónlist og texti eftir Jóhann G. Jóhannsson byggt á sögu Roald Dahl

  • Hljómsveitarstjóri

    Noam Aviel

  • Söngvarar

    Brynhildur Guðjónsdóttir og
    Unnsteinn Manuel Stefánsson

  • Kór

    Stúlknakór Reykjavíkur