EN

Æskuverk með Baibu og Harriet ­

Föstudagsröð

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
18. nóv. 2022 » 18:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr.
  • Efnisskrá

    Dmítríj Shostakovitsj Tvö verk fyrir strengjaoktett op. 11
    Felix Mendelssohn Strengjaoktett op. 20

  • Einleikarar

    Baiba Skride
    Harriet Krijgh

  • Strengjaleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands

    Emma Steele
    Gunnhildur Daðadóttir
    Sigurgeir Agnarsson
    Þórarinn Már Baldursson
    Þórunn Ósk Marinósdóttir
    Vera Panitch

Á þessum tónleikum í Föstudagsröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Norðurljósum hljóma tvö innblásin æskuverk fyrir strengjaoktett eftir ólík tónskáld sem þó áttu það sameiginlegt að vera undrabörn á sviði tónsmíða: Mendelssohn og Shostakovitsj. Um leið gefst áheyrendum tækifæri til að kynnast fiðluleikaranum Baibu Skride og sellóleikaranum Harriet Krijgh í samhengi kammertónlistar sem þær stunda af miklu listfengi, en báðar koma fram kvöldið áður í þríleikskonsert Sofiu Gubaidulinu undir stjórn Olari Elts.

Mendelssohn samdi sinn strengjaoktett á sautjánda ári sem afmælisgjöf handa fiðlukennara sínum, en verkið býr yfir fádæma hugmyndaauðgi, krafti og fágun. Shostakovitsj var sömuleiðis á tvítugsaldri þegar hann samdi Tvö verk fyrir strengjaoktett ópus 11 og bera þau sömuleiðis skapara sínum fagurt vitni – líkt og í mörgum síðari verka hans má heyra hér ögrandi ómstríður og rytmíska spennu í bland við svífandi ljóðrænu.