Dagsetning | Staðsetning | Verð |
---|---|---|
23. sep. 2023 » 14:00 » Laugardagur | Eldborg | Harpa | 2.900 - 3.500 kr. |
-
Efnisskrá
Edvard Grieg Prelúdía úr Holberg-svítunni
Edvard Grieg Tröllamars (Trolltog)
Guðni Franzson Ástarsaga úr fjöllunum
-
Hljómsveitarstjóri
-
Söngvari og sögumaður
-
Ástarsaga úr fjöllunum
Guðrún Helgadóttir, saga
Pétur Eggerz, söngtextar
Brian Pilkington, myndir
Í Ástarsögu úr fjöllunum er skyggnst inn í heim íslenskra trölla á hugljúfan og hnyttinn hátt. Þessi ástsæla saga Guðrúnar Helgadóttur er fyrir löngu orðin þjóðargersemi og er flutt í fallegum hljómsveitarbúningi þar sem dregnar eru upp líflegar hljóðmyndir af dulúðugum, spennandi heimi tröllanna.
Við sögusteininn situr Jóhann Sigurðarson leikari sem flytur söguna á sinn óviðjafnanlega hátt. Til að skapa tröllunum rétta umgjörð í Eldborg í Hörpu verður kraftmiklum tröllamyndum Brians Pilkington varpað upp meðan á flutningi stendur. Dagskrána ramma svo inn tvö af myndrænni verkum Edvards Grieg, forleikurinn að Holbergsvítunni sem er í gömlum stíl og hentar því tröllum sérlega vel og svo sjálfur Tröllamarsinn.