| Dagsetning | Staðsetning | Verð | 
|---|---|---|
| 12. mar. 2022 » 11:30 » Laugardagur | 1. hæð Hörpu | |
| 12. mar. 2022 » 12:45 » Laugardagur | 1. hæð Hörpu | 
- 
	EfnisskráGlaðleg og fjölbreytt tónlist af ýmsu tagi, m.a. Á Sprengisandi, Lagið hans Maxa, Ó blessuð vertu sumarsól og Tröllamarsinn eftir Grieg auk laga úr Emil í Kattholti og Kardimommubænum. 
 
- 
	Hljómsveitarstjóri
- 
	KynnarÞórunn Arna Kristjánsdóttir 
 Steinunn Arinbjarnardóttir
 
- 
	Maxímús kemur í heimsókn 
 
Í Barnastund Sinfóníuhljómsveitarinnar að vori kynna þær Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Steinunn Arinbjarnardóttir fallegar vorperlur og klassíska gimsteina úr heimi tónlistarinnar og syngja skemmtileg lög með hljómsveitinni á borð við Vorsöng Idu og lag Kamillu úr Kardimommubænum. Falleg barnastund þar sem hlustendur á öllum aldri geta notið glaðlegrar og fjölbreyttrar tónlistar. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að bóka miða fyrirfram.
Barnastundin er fyrsti viðburðurinn í viðburðadagskrá upplifunarrýmisins Hljóðhimna á 1. hæð Hörpu. Rýmið, sem ætlað er börnum og fjölskyldum þeirra sem staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna, opnar dyr sínar um helgina.
