EN

Barnastund Sinfóníunnar á Klassíska krakkadeginum

Dagsetning Staðsetning Verð
20. apr. 2024 » 11:30 - 12:00 » Laugardagur Flói | Harpa
  • Efnisskrá

    Glaðleg og fjölbreytt tónlist af ýmsu tagi

  • Hljómsveitarstjóri

    Ross Jamie Collins

  • Kynnir

    Níels Thibaud Girerd / Bolli Könnuson Le Stell

Á barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma fallegar vorperlur og klassískir gimsteinar úr heimi tónlistarinnar. Kynnir er trúðurinn Bolli Könnuson Le Stell leikinn af Níels Thibaud Girerd. 

Dagskráin er um það bil hálftímalöng og er skemmtileg samverustund þar sem hlustendur á öllum aldri geta notið glaðlegrar og fjölbreyttrar tónlistar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Gott er að koma með púða til að sitja á.

Að þessu sinni er barnastundin hluti af Klassíska krakkadeginum í Hörpu – smelltu hér til að kynna þér alla dagskrána.