| Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
|---|---|---|---|---|
| 22. jan. 2026 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 2.990 - 10.100 kr. | ||
| Kaupa miða | ||||
- 
	EfnisskráLotta Wennäkoski Hava 
 Kaija Saariaho Hush, konsert fyrir trompet og hljómsveit
 Johannes Brahms Sinfónía nr. 2
 
- 
	HljómsveitarstjóriJan Söderblom 
 
- 
	EinleikariVerneri Pohjola 
 
Það svífur finnskur andi yfir vötnum á þessum tónleikum. Hljómsveitarstjórinn Jan Söderblom starfar sem konsertmeistari í Fílharmóníusveitinni í Helsinki og einleikarinn Verneri Pohjola er óvenju fjölhæfur tónlistarmaður, jafnvígur á tilraunakenndan djass og samtímatónlist. Fá verk í finnsku tónlistarlífi hafa vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum og hinn glæsilegi og tæknilega krefjandi trompetkonsert Hush sem var síðasta verkið sem tónskáldið Kaija Saariaho samdi fyrir andlát sitt árið 2023. Verkið frumflutti Pohjola ásamt finnsku útvarpshljómsveitinni skömmu síðar en í því tókst Saariaho á við eigin veikindi og sársauka á sérlega áhrifaríkan og einlægan máta.
Á undan flutningnum á Hush stjórnar Söderblom verkinu Hava eftir hina finnsku Lottu Wennäkoski, litríku og dýnamísku tónverki. Á síðari hluta tónleikanna leiðir Söderblom svo flutning á hinni glæsilegu 2. sinfóníu Brahms frá fyrsta púlti í fiðlusveitinni en ekki frá hljómsveitarstjórapallinum, eins og venjan er.
