EN

Fílalag og Sinfó

Bergur Ebbi og Snorri Helgason fíla klassíska tónlist

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
16. nóv. 2023 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 7.900 kr.
Kaupa miða

Hlaðvarpið Fílalag hefur undanfarin ár skipað sér sess sem einn vinsælasti tónlistarþáttur landsins. Nú stíga þáttastjórnendurnir Bergur Ebbi og Snorri Helgason í fyrsta sinn á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg þar sem þeir leggja á djúpið og fíla tónlist sem fullskipuð sinfóníuhljómsveit flytur svo í allri sinni dýrð. Hér hljóma klassísk tónverk sem fléttast hafa saman við dægurmenningu og samtímasögu á ýmsan hátt: klassísk verk sem orðið hafa dægurtónlistarmönnum innblástur, popplög sem eiga sér klassískt hliðarsjálf og tónlist sem hljómað hefur í vinsælum kvikmyndum eða við merkingarþrungnar aðstæður – allt annars staðar en á sinfóníutónleikum.

Bergur Ebbi á að baki langan feril sem rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari og Snorri Helgason hefur starfað sem tónlistarmaður
í hálfan annan áratug og á að baki fjölmargar sólóplötur og leikhúsverkefni. Saman hafa þeir sent út hlaðvarpið Fílalag frá árinu 2014, þættirnir eru orðnir á þriðja hundrað talsins og samanlagðar hlustanir nærri milljón. Þeir hafa stigið á svið í Borgarleikhúsinu með sýningar upp úr hlaðvarpinu, en auk þess voru sjónvarpsþættir þeirra félaga um íslensk dægurlög sýndir á RÚV síðasta vor.

 Tónleikar fyrir öll þau sem fíla Sinfó. 

*Upphaflega átti Daníel Bjarnason að stjóra tónleikunum en hann hefur því miður þurft að afboða komu sína.