EN

Gleðistund Sinfóníunnar

Kammertónleikar í Hörpu – Mozart, Bartók, Beethoven o.fl.

Dagsetning Staðsetning Verð
18. sep. 2020 » 17:30 - 18:30 » Föstudagur 1. hæð Hörpu Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Wolfgang Amadeus Mozart Kvartett fyrir óbó og strengi
    Georg Phlipp Telemann Intrada úr svíta fyrir tvær fiðlur, „Gúlliver í Putalandi“
    Béla Bartók Dúó fyrir tvær fiðlur
    Vittorio Monti Czardas
    Ludwig van Beethoven Sextett fyrir strengi og horn

  • Flytjendur

    Benedikte Damgaard
    Laura Liu
    Páll Palomares
    Vera Panitch
    Þórunn Ósk Marínósdóttir
    Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir
    Julia Hantschel
    Asbjørn Ibsen Bruun
    Frank Hammarin

Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða upp á sannkallaða gleðistund á fyrstu hæð Hörpu kl. 17:30 á föstudögum í september þar sem flutt verður fjölbreytt og skemmtileg kammertónlist.

Á þessum kammertónleikum verða flutt nokkur skemmtilegt verk. Fyrst hljómar kvartett fyrir óbó og strengi eftir Wolfgang Amadeus Mozart en kvartettinn skipa Julia Hantschel, Laura Liu, Þórunn Ósk Marínósdóttir og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir. Næst flytja þau Vera Panitch og Páll Palomares verk fyrir tvær fiðlur eftir Telemann, Bartók og Monti. Að lokum hljómar sextett fyrir strengi og horn eftir Ludwig van Beethoven en það eru þau Benedikte Damgaard, Þórunn Ósk Marínósdóttir, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Asbjørn Ibsen Bruun og Frank Hammarin sem flytja verkið.

Á meðan hefðbundið tónleikahald getur ekki farið fram býður hljómsveitin upp á sérsniðna dagskrá í september með þrennum kammertónleikum og fernum sjónvarpstónleikum í Eldborg sem sendir eru út á RÚV. Kammertónleikarnir eru haldnir á 1. hæð í Hörpu þar sem hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar flytja fjölbreytta kammertónlist. Hér getur þú lesið nánar um alla kammertónleika hljómsveitarinnar í september.

Veitingastaðurinn opnar kl. 16:30 en þar verður hægt að kaupa léttar veitingar og tapas-disk. Komdu og njóttu tónlistarinnar í fallegu og rólegu umhverfi. Tónleikarnir eru ókeypis.

Nánar um allar Gleðistundir Sinfóníunnar í september.